Verkefnaskipting(Kjartan) - kjartang/Lokaverkefni_Whelp GitHub Wiki

##Kjartan virkni 50%:

Dagur 1 Mán: Ég og Bjarki vorum að hugsa um hugmyndir um hvað við ætluðum að gera, og komumst að því að gera vefsíðu.

Dagur 2 Þri: Töluðum betur og ákvaðum að gera íslenska útgáfu af Yelp.com sem er síða með alskonar upplýsingum um veitingastaði, og byrjaði að gera gagnagrunninn í MYSQL.

Dagur 3 Mið: Vann meira á gagnagrunninnum, setti inn review töflu og tengdi svo vefsíðuna við gagnagrunninn með PHP (og setti upp Sublime Text tengingu við serverinn), og breytti útlitinu á html.

Dagur 4 Fim: Gerði PHP kóða til að færa gögn frá gagnagrunn yfir á síðuna, tók langan tíma fyrir það til að virka, og bættum inn nýskráningu og innskráningu.

Dagur 5 Fös: Vann á nýskráningu, var vandamál með MYSQLI skipunirnar, var að flakast milli að nota PDO og MYSQLI og endaði með því að ná virkni með MYSQLI og kláraði nýskráninguna.

Dagur 6 Mán: Vann á innskráningunni og kláraði það, vann svo smá í útlitinu.

Dagur 7 Þri: Reyndi að fatta hvernig átti að gera útskráningu án þess að þurfa breyta um síðu, tók of langan tíma þannig ég gerði bara aðra síðu sem þú kemst á þegar það er búið að innskrá sig.

Dagur 8 Mið: Reyndi að sameina login formið og login phpið , en endaði með því að það gerði fleirrivandamál svo ég sleppti því. Vann á Admin síðu fyrir mig og Bjarka.

Dagur 9 Fim: Vann meira á admin síðuni fyrir okkur til þess að geta sett inn veitingastaði miklu fljótar, og var svo að hugsa um hvernig ég reyndi að sameina því með mynd af veitingastaðnum.

Dagur 10 Fös: Af einhverri ástæðu hætti innskráningin og nýskrain að virka, og náði að laga það og snirti validations á login forminu.

Dagur 11 Mán: Var að klára að setja includes inní FrontPage og Admin síðuna til að hafa hluti aðeins snyrtilegra.

Dagur 12 Þri: Lenti í vandamálum með include-inn, reyndi að finna út úr því en endaði með því að skipta til baka, kláraði að búa til review innsetningu fyrir notendur, og líka byrtingu.

Dagur 13 Mið: Loksins fann út úr vandamálinu og kláraði includes og hafði allt snyrtilegt.

Dagur 14 Fim: Vann á admin síðunni, til að geta eytt veitingastaði frá gagnagrunni (kláraði það ekki).

Dagur 15 Fös: Var að reyna klára eyðingu á veitingastöðum á admin síðunni en hafði ekki nægan tíma, og fór í að snyrta vefsíðuna og gera hana aðeins nothæfari fyrir notendur (popup gluggar fyrir vitlaus innskráningar upplýsingar og líka nýskrá, laga placeholders og setja inn review inputs og review sýningar).