Home - Hjalti-Trostan/Vesm1 GitHub Wiki

Skýrsla fyrir Arduino hulstur

Tilgangur og notkun

Tilgangur hulstursins er að verja Arduino Uno fyrir ýmsum hættum sem geta eyðilagt tækið (Ryk, rispur, etc.) og líka til að hafa þægilegan stað til að geyma það.

Hönnunarferli

Hönnunin fór fram í þrívíddarforritinu blender.

Hönnunarferlið var frekar auðvelt og það flóknasta var bara að passa að það væri í raunstærð.

  • Flest af því sem ég gerði er það sem kallast Destructive Workflow þar sem ég notaði Boolean til þess að fjarlægja úr eða bæta efni við tvo kassa.
  • Ég passaði að öll göt pössuðu vel og að það væri smá wiggle room ef plastið myndi bólgna út eða ef það sem ég notaði sem viðmið að stærð og lögun myndi ekki passa 100% við raunverulegu stærð Arduino.
  • Ég setti göt alls staðar sem ég þarf að ná. Þar á meðal þar sem restart hnappurinn var, ég hannaði líka restart hnappinn sjálfan og festingu sem myndi passa að hann dytti ekki beint úr kassanum.
  • Ég hannaði líka merki sem ég plana að líma við kassann þegar hann er tilbúinn.