User Cases & Scenarios - Heimavinna/Heimavinna Wiki

Lýsing

Heimavinna er vefapp sem gefur nemendum kleift að skrifa niður hjá sér það sem á eftir að læra heima fyrir hvern áfanga. Þar sem Inna býður nemendum sjálfum ekki uppá það þá ákváðum við að gera þessa síðu til þess. Nemendur geta skipt áföngum niður í flipa og skrifað við þá hvað þeir eiga eftir að gera og að verkefni loknu geta þeir þá hakað við flipann til að klára dæmið. Þetta er sniðug leið fyrir þá sem eiga erfitt með að skipuleggja sig eða vilja halda betur utan um heimanám eða jafnvel bara fyrir verkefni dagsins.

User Cases & Scenarios

Hver:

Nemendur á frammhaldsskólastigi. Fólk sem vill mismunandi tabs fyrir fag/vinnu/íþróttir og skipuleggja sig eftir fögum/vinnu.

Hvað:

Stað til að skipuleggja heimavinnu eða tasks fyrir skóla/vinnu ef áfangasíða/skóli býður ekki uppá það. Einnig til að skipuleggja verkefni dagsins eða bara það sem þarf að klára fyrir daginn.

Afhverju:

T.d Inna býður ekki nemendum uppá það að leyfa nemendum að skrifa niður heimavinnu, það fellur allt á kennarann. Ef kennarinn gerir það ekki þá er engin heimavinna birt á Innu. Eini reiturinn sem nemandi getur skráð í er til minnis og hann er ótrúlega einfaldur og gefur ekki kost á miklu.

Vandamál

Gunni er gleyminn frammhaldsskólanemandi. Hann er í nokkrum áföngum þar sem kennararnir hans setja inn heimanámið á innu og öðrum ekki. Hann skrifar ekki niður heimanámið sitt og býst við því að muna það þegar hann þarf að byrja að læra. Hann byrjar á þeim verkefnum sem skráð eru á innu en þar sem hann er gleyminn og ekki með skipulagið í lagi þá heldur hann að hann sé búinn að læra heima eftir þessi verkefni. Hann mætir í skólann daginn eftir og er kominn eftirá. Þanning vindur það uppá sig þar til hann er að drukkna í námi.

 1. Gunnar skrifar ekki niður heimavinnu sem er ekki sett á innu
 2. Lærir það sem stendur á innu
 3. Telur sig vera búinn að læra heima
 4. Gerir einhvað annað
 5. Mætir í skólann næsta dag
 6. Fattar að hann er kominn eftirá
 7. Lærir það sem er á Innu
 8. Er kominn ennþá meira eftir á
 9. Á endanum er hann að drukkna í heimanámi
 10. Þarf að vinna helling upp

Lausn

Tolli er vel skipulagður nemandi. Hann er að byrja á nýrri önn í skólanum. Hann vill alltaf vera búinn með það heimanám sem sett er fyrir á hverjum degi til að minnka álag yfir önnina. Hann ákveður að nota heimavinnuskipulagsapp til að hafa allt heimanám á sama stað. Hann býr til flipa fyrir hvern áfanga fyrir sig og þangað inn setur hann heimanám sem núþegar er komið inn á Innu og það sem er ekki sett inn. Hann bætir einnig inn því sem hann þarf að gera yfir daginn t.d taka til eða fara út með hundinn. Tolli fer heim og lærir allt það sem stendur inná skipulagsappinu og veit þá að hann á inni tíma til að gera það sem hann vill þar sem hann er búinn með öll verkefni dagsins.

 1. Tolli býr til áfanga/tasks
 2. Setur þar inn heimanám/task dagsins í viðeigandi flipa
 3. Fer heim
 4. Gerir allt það sem stendur á listanum
 5. Fær að njóta restina af deginum í það sem hann vill